Stelpurnar og fótboltinn.

Gleðitíðindi, við getum losnað við bullið í íþróttafréttamönnum hér heima á meðan leikurinn er, hann er sýndur á Eurosport.

Síðasti naglinn.

Þetta er sorgardagur fyrir Reykjavík en ljósið í myrkrinu er það að Björn Ingi hefur nú neglt siðasta naglann í kistu Framsóknarflokksins, farið hefur fé betra.

Íslenskur fótbolti.

Mér finnst ástæða að endurtaka þessa gömlu færslu, hvað finnst ykkur.

 

Hvenær ætlum við að gera okkur grein fyrir því að við erum undirmálsþjóð í fótbolta, eftir jafnteflið um helgina er ljóst að atvinnumennirnir okkar eru ekki að leika af þeirri getu sem þeir sýna með félagsliðum sínum, þetta er skiljanlegt þar sem þeir hafa sitt lifibrauð af boltanum og eru sennilega að leika upp upp á það að meiðast ekki, hér er ein hugmynd, af hverju ekki að velja stráka sem eru að spila hér heima og gefa þeim tækifæri á því að sýna hvað í þeim býr, ég er alls ekki að kasta rýrð á atvinnumennina en ég held að guttarnir hérna heima gætu varla sýnt lélegri fótbolta en boðið var uppá í þessari kómedíu sem við sáum um daginn. Áfram Ísland.


Klakinn kvaddur.

Kæru blggvinir, núna fáið þið smá pásu frá mér, ætla að dratthalast í flugvél til London og fara þar á ball og athuga í leiðinni hvort að það sé ekki í lagi með bjórinn hjá þessum fornu þrælum okkar, enginn alvöruleikur í boltanum um helgina, bara Arsenal og hver nennir að horfa miðlungs firmalið, vona að þið eigið öll frábæra helgi og gerið alltsem ykkur dettur í hug, jafnvel meira.

Jón Baldvin og lýðræðið.

Ég missti nú alveg andlitið þegar ég horfði á Silfur Egils síðasta sunnudag, þar var rætt við Jón Baldvin og hann lét það út úr sér að lýðræðið væri ekki að virka ef ríkisstjórnin yrði endurkjörin, hvert í ósköpunum er mannkertið að fara, er það ekki einmitt þar sem lýðræðið birtist í sinni gleggstu mynd þegar við pöpullinn sýnum í kosningum að við kunnum að meta allt það góða sem núverandi ríkisstjórn er búin að gera, er það misnotkun á lýðræðinu að kjósa ekki yfir sig aðra vinstristjórn og ganga aðra þyrnum stráða braut.

Kofaruslið í miðbænum.

Ég fæ nú sjálfsagt mismunandi viðbrögð við þessum skoðunum mínum, hvers vegna í ósköpunum eigum við að henda tugum eða hundruðum milljóna í það að byggja upp þetta kofarusl sem brann í miðbænum fyrir nokkru, ég fór síðasta sunnudagsmorgun til þess að berja þetta augum og hugsaði með mér að farið hefur nú fé betra, hvaða menningarverðmæti eru þetta, nákvæmlega engin, það eru einhverjir arkitektar að tjá sig um þetta og vilja byggja þetta upp í sömu mynd, haldið þið að þeir myndu nokkurntíma teikna svona hjalla, aldrei, þetta kofarusl í miðbænum á að hverfa, þetta er eins og skeggbroddar á andliti ungrar konu, ekki vil ég að útsvarinu mínu sé kastað í svona bull.

 

 


Er þjóðin að vakna.

Núna er komin skoðanakönnun sem sýnir að stjórnarflokkarnir ætli að halda velli, sem betur fer, við sem eldri erum munum hvernig fór þegar vinstri flokkarnir fengu að halda utanum Ríkissjóð, það væri óvitlaust að yngri kjósendur sem ekki þekkja þessa tíma fengju í hendur nákvæma lýsingu á ástandi þjóðfélagsins eins og það var á þeim tíma, unga fólkið má bara ekki falla fyrir málflutningi vinstri flokkanna, þessir flokkar skilja eftir sig sviðna jörð, ekki græna, þeir brjóta niður baráttuþrek fólksins og leggur heimili og fjölskyldur í rúst. VARIST VINSTRI SLYSIN.

Skoðanavændi.

Vændi getur tekið á sig hinar ólíkustu myndir og ein af þeim er skoðanavændi, ég vil kalla stjórnmálamenn sem ekki hafa staðið sig í störfum sínum á Alþingi og verið hafnað af eigin flokkssystkynum og settir út í kuldann í prófkjörum flokkavændisfólk sem hefur enga trú á eigin skoðunum og reynir að selja þær öðrum, ef einhver vill kaupa, liðleskjuhátt þeirra og vesaldóm, viljum við að þetta fólk eigi sæti á löggjafarsamkundu okkar, ég segi nei við þessa flokka sem taka þessa vesalinga og stilla þeim upp sem menn sannfæringar, hvar er allt þetta hæfa fólk sem við eigum, tekur það kannski ekki þátt í svona farsa, BURT MEÐ SKOÐANALAUSA VESALINGA OG VELJUM FOKKA SEM EKKI SÓPA AÐ SÉR SNÍKJUDÝRUM, sem bara hugsa um góðan lífeyri, þið vitið öll hvað ég er að tala um.

Flott afmæli.

Þá er sá gamli skriðinn í hús eftir klassapartý hjá Karólínu og Erni, tengdasonurinn varð fertugur í dag og hélt þessa líka fínu veislu, látum liggja á milli hluta hvernig heilsan verður á morgun, en eins og danskurinn segir "den tid den sorg", er létt á herðablaðinu og er bara að spá í að fara að sofa, en mikð helv.... var gaman, vona að þið hafið átt eins gott kvöld og ég, happy days to you all.

Nói Siríus,nammi nammi namm.

Jæja góðir félagar, margt er orðið öðruvísi í barnaskólum frá því að ég var krakki, þá var bara skóli og heimalærdómur, í dag fór ég með 9 ára afastrák, Hjálmari Darra, í bekkjarferð í sælgætisgerð hjá Nóa Siríus, aldrei hefði ég ímyndað mér hversu mikið apparat þessi verksmiðja er, þarna er þvílíkur fjöldi fólks að búa til allt nammið sem við borðum og húsið fullt í rjáfur af konfekti, karamellum og bara öllu sem við getum látið okkur detta í hug, þarna tók á móti okkur öndvegis kona sem leiddi okkur um verksmiðjuna og auðvitað allir með bláar plasthúfur á höfðinu, áður en ferðin hófst fengu allir tóman plastpoka sem smáttog smátt fylltist af sælgæti eftir því sem ferðin um þetta fyrirtæki lengdist, þið hefðuð bara átt að sjá augu barnanna stækka og stækka eftir því sem ferðin lengdist, ég vil fyrir mína hönd og Hjálmars Darra þakka Nóa Siríus fyrir frábærar móttökur og þá gleði sem þessi ferð skóp í litlum sem stórum hjörtum, það mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar.

Næsta síða »

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband