Stuð.

Hér er í gangi afmælispartý, meðal gesta eru Heineken, Chelse og vesalings Man. City sem er á barmi fallsins, auðvitað er bara eitt Manchester lið og það er United, besta lið allra tíma sem allir elska en þykjast halda með öðrum liðum, það eru bara til tvö lið, United og Fram, einfalt mál.

Lögreglan í Reykjavík.

Undanfarin kvöld hafa fréttamenn Stöðvar 2 verið að fylgjast með störfum lögreglunnar að kvöldlagi og rætt við ýmsa starfsmenn hennar, það er hreint með ólíkindum hvað þessir menn og konur þurfa að vinna mikið og taka aukavaktir í starfi sem hlýtur að vera eitt það erfiðasta sem sem hægt er að hugsa sér, bara það eitt að geta ekki átt nema eina helgi á 5 til 6 vikna fresti með fjölskyldum sínum er eitthvað sem á ekki að þekkjast, þetta fólk er oftar en ekki að stofna heilsu sinni í stórhættu til þess að tryggja öryggi okkar, hins almenna borgara, það kom fram í viðtali við einn lögreglumann að fólk er farið að fara vopnað út að skemmta sér um helgar og svo þegar verið er að handtaka þennan óþjóðalýð, sem er yfirleitt útúrdrukkinn eða undir áhrifum allskonar lyfja, þá er ætlast til að það sé tekið á þessu fólki með einhverjum silkihönskum og svo hótar þessi lýður lögreglunni öllu illu fái hann einhversstaðar marblett, það er alveg ljóst að efla þarf lögregluna fyrst og fremst þeirra sjálfra vegna því það stendur enginn undir svona álagi til lengdar. 

Þróunarsamvinna.

Það vakti athygli að ráðherra ætlar að innlima atvinnuskjól Sighvats Björgvinssonar í ráðuneytið, þarna er um að ræða vinnustað með u.þ.b. 40 starfsmönnum, í fréttum í gærkvöldi var rætt við téðan Sighvat sem var staddur í Malaví, nánar til tekið Monkey Bay, hann hefur sennilega farið þangað til þess að kenna innfæddum eitthvað nýtt og sjálfsagt flogið á Saga Class og á fullum dagpeningum, ég velti því fyrir mér hvort að ekki sé til fullt af allskonar stofnunum sem þessari þar sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir úrelta sjórnmálamenn, réttast væri að þetta yrði kannað og athugað hvað af þessu ráðuneytin eða aðrar stofnanir geta yfirtekið, þarna sparast augljóslega stórfé sem sannarlega væri þörf fyrir annarsstaðar í þjóðfélaginu og svo gætum við bara keypt "one way ticket" til Apaflóa eða Monkey Bay fyrir þesa stjórnmálamenn sem hinn almenni kjósandi hefur hafnað en Alþingi hefur séð ástæðu til að hlaða undir.

Lélegur sjónvarpsmaður.

Ég var að enda við að horfa á leik Man. Utd. og Liverpool sem auðvitað endaði eins og allir vissu fyrirfram, annar lýsandi leiksins mun heita Tryggvi Guðmundsson og var svo áberandi stuðningsmaður Liverpool að það var skelfilegt að hlusta á þetta, menn sem eru að taka svona að sér VERÐA að gæta fyllsta hlutleysis, hann var jafnvel verri en þegar mannvitsbrekkan Arnar Björnsson var að lýsa leikjum Leeds í þá tíð að þeir voru knattspyrnulið,

GO UNITED.


Kominn föstudagur.

Jæja kæru félagar, föstudagur og helgin framundan, Guðmundur farinn á stefnumót, þokkalegt að tarna, er nokkuð annað að gera en að feta í fótspor Guðmundar og kíkja á pöbb eða tvo eða þrjá o.s.frv., Svava er væntanlega eins og ég búin að skúra og ryksuga, he he, og þið líka, klukkan er orðin 5,33 sem þýðir að fyrir 33 mínútum hófst hinn hefðbundni coctail hour, það segir að ég er orðinn góðum hálftíma of seinn og ætla þá bara að fara að vinna í töpuðum tíma, óska ykkur elskurnar góðrar helgar og gerið þið allt sem ég geri þá verður sálartötrið ánægt.

Spurningaþættir í sjónvarpi.

Ég var að enda við að horfa á þáttinn Meistarinn, svona þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en á þeim finnst mér einn galli, þ.e. þáttastjórnandi ber upp spurningu og svarandi ýtir á bjölluna áður en spurning er kláruð þá má viðkomandi svarandi halda mikla ræðu sem inniheldur allt að 10 til 15 svör og ef hann í þessari ræðu rambar á rétt svar þá fær hann stigið eða stigin, væri ekki réttara að annaðhvort fengi spyrillinn að klára spurninguna eða svarandinn fengi bara að gefa eitt svar sem hann byggir sjálfur á ósögðu framhaldi spurningarinnar þetta á bæði við um þennan þátt og spurningakeppni skólanna, hvað finnst ykkur.

Tvískinnungurinn Steingrímur vinstri græni.

Það vakti athygli mína í fréttum Stöðvar 2 að mesti kjaftaskur frá stofnun lýðveldisins Íslands Steingrímur Jóhann Sigfússon varð gerður að fífli á Alþingi í dag og varð gjörsamlega kjaftstopp, sem í sjálfu sér er í lagi, hann var ekki einu sinni maður til þess að viðurkenna að hann bullar bara eftir því hvernig vindar blása hverju sinni í þjóðfélaginu sjálfum sér og sínum til framdráttar, ég ætla bara að vona að það fólk sem er að velta því fyrir sér að kjósa svona tækifærissinna hafi séð þetta og heyrt og séð hvaða mann hann hefur að geyma, og svo var það stóri brandarinn að það var Framsóknarmaður sem benti á þetta, þarna sparkaði fjandinn í ömmu sína.

En gaman..........

Jæja góðir hálsar núna er kominn fimmtudagur sem er dagur einbúans í tiltektum, það liggja núna fimm þvottavélar og ein í gangi, hvernig í veröldinni fer einn maður að því að safna svona miklum þvotti á svona stuttum tíma, látum nú svosem helv..... þvottinn í friði, vélarnar sjá um hann en hugsið ykkur allt andsko... rykið sem er úti um allt, það er ekkert eins leiðinlegt og að ryksuga og þurrka af, ég HATA þann sem fann upp rykið, ætla bráðum ð verðauna mig og fyrstu verðlaun, sem ég auðvitað fæ, eru einn ískaldur bjór, mér þykir ákaflega vænt um manninn eða konuna sem fann upp bjórinn, en það þarf víst að skúra líka, er þetta endalaus fjandi.

Góði Guð veru oss lötum líknsamur.


Erum við ekki í lagi.

Hvar erum við stödd í lífinu, er þetta toppur tilverunnar að sitja heima allar helgar og lesa eða að horfa á sjónvarpið, hvar er tilbreytingin, fara í heimsókn ef einhver er heima, eða bara blogga og vona að einhver nenni að lesa það sem við erum að skrifa eða á maður að standa upp og segja "get a life", erum við kannski að gera það sem okkur líður best með eða er eitthvað hinu megin við hornið, verðum víst að kíkja fyrir hornið og kanna þetta.

Manchester United.

Enn og aftur er þetta besta félagslið allra tíma að gefa okkur ómælda skemmtun, tökum daginn í dag, þeir héldu okkur í spennu fram á síðustu mínútu,  þá tók einn þeirra sig til og lék boltanum frá eigin vallarhelmingi og skoraði sigurmark leiksins, þetta er svo auðvelt og liðið er svo gott að allir öfunda okkur, það verður gaman að fara á Anfield og leika sér að Liverpool og skjótast svo á Stamford Bridge og klára Chelsea, alltaf beeeeeeestir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband