Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framsóknarflokkurinn.

Ég velti því fyrir mér,  af hverju núna, þegar að Framsóknarflokkurinn hefur loksins eignast formann sem  talar af heibrigðri skynsemi  þá dettur fylgi flokksins niður, hef reyndar aldrei kosið flokkinn einfaldlega vegna þess að mér hefur ekki þótt síðustu formenn traustsins virði, þarna virðist vera kominn maður með víðtæka þekkingu á málefnum sem skipta þessa þjóð máli sem mér fannst koma berlega í ljós þegar þeir hittust í sjónvarpinu í gær, téður Jón og hinsvegar "ég er á móti öllu" Steingrímur, ég óska þessum nýja formanni alls hins besta í komandi átökum og vona að hann fái það fylgi sem þarf til þess að forða okkur öllum frá vinstri slysunum sem hafa verið heimilunum afar kostnaðarsöm.

Fjármagnstekjuskattur.

Ég velti fyrir mér málflutningi Steingríms Vinstri græna varðandi fjármagnstekjuskatt, við erum örugglega mýmörg sem höfum reynt að spara smáræði í gegnum tíðina og erum í dag að reyna að fá bestu ávöxtun þess fjár sem við höfum nurlað saman eftir að hafa greitt skattana okkar, vill hann núna skattleggja okkur aftur og láta okkur borga fullan skatt af þessu, hann segir jú að það séu margir sem eigi milljónir á miljónir ofan og þeir eigi að borga, en hvar eru mörkin, eg er sjálfur kominn á eftirlaun og greiði fullan skatt af því sem ég fæ úr mínum lífeyrissjóði og núna vill mannkertið fara að skattleggja enn frekar sparnað minn,  ég get ekki séð til hvaða hóps þessi maður er að höfða.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband