Færsluflokkur: Umræðan

Lögreglan í Reykjavík.

Undanfarin kvöld hafa fréttamenn Stöðvar 2 verið að fylgjast með störfum lögreglunnar að kvöldlagi og rætt við ýmsa starfsmenn hennar, það er hreint með ólíkindum hvað þessir menn og konur þurfa að vinna mikið og taka aukavaktir í starfi sem hlýtur að vera eitt það erfiðasta sem sem hægt er að hugsa sér, bara það eitt að geta ekki átt nema eina helgi á 5 til 6 vikna fresti með fjölskyldum sínum er eitthvað sem á ekki að þekkjast, þetta fólk er oftar en ekki að stofna heilsu sinni í stórhættu til þess að tryggja öryggi okkar, hins almenna borgara, það kom fram í viðtali við einn lögreglumann að fólk er farið að fara vopnað út að skemmta sér um helgar og svo þegar verið er að handtaka þennan óþjóðalýð, sem er yfirleitt útúrdrukkinn eða undir áhrifum allskonar lyfja, þá er ætlast til að það sé tekið á þessu fólki með einhverjum silkihönskum og svo hótar þessi lýður lögreglunni öllu illu fái hann einhversstaðar marblett, það er alveg ljóst að efla þarf lögregluna fyrst og fremst þeirra sjálfra vegna því það stendur enginn undir svona álagi til lengdar. 

Þróunarsamvinna.

Það vakti athygli að ráðherra ætlar að innlima atvinnuskjól Sighvats Björgvinssonar í ráðuneytið, þarna er um að ræða vinnustað með u.þ.b. 40 starfsmönnum, í fréttum í gærkvöldi var rætt við téðan Sighvat sem var staddur í Malaví, nánar til tekið Monkey Bay, hann hefur sennilega farið þangað til þess að kenna innfæddum eitthvað nýtt og sjálfsagt flogið á Saga Class og á fullum dagpeningum, ég velti því fyrir mér hvort að ekki sé til fullt af allskonar stofnunum sem þessari þar sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir úrelta sjórnmálamenn, réttast væri að þetta yrði kannað og athugað hvað af þessu ráðuneytin eða aðrar stofnanir geta yfirtekið, þarna sparast augljóslega stórfé sem sannarlega væri þörf fyrir annarsstaðar í þjóðfélaginu og svo gætum við bara keypt "one way ticket" til Apaflóa eða Monkey Bay fyrir þesa stjórnmálamenn sem hinn almenni kjósandi hefur hafnað en Alþingi hefur séð ástæðu til að hlaða undir.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband