Er þjóðin að vakna.

Núna er komin skoðanakönnun sem sýnir að stjórnarflokkarnir ætli að halda velli, sem betur fer, við sem eldri erum munum hvernig fór þegar vinstri flokkarnir fengu að halda utanum Ríkissjóð, það væri óvitlaust að yngri kjósendur sem ekki þekkja þessa tíma fengju í hendur nákvæma lýsingu á ástandi þjóðfélagsins eins og það var á þeim tíma, unga fólkið má bara ekki falla fyrir málflutningi vinstri flokkanna, þessir flokkar skilja eftir sig sviðna jörð, ekki græna, þeir brjóta niður baráttuþrek fólksins og leggur heimili og fjölskyldur í rúst. VARIST VINSTRI SLYSIN.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Þú ert bara of ung til að muna þær hörmungar sem heimilin máttu búa við.

Pétur Þór Jónsson, 16.4.2007 kl. 23:23

2 identicon

Já Pétur, það er nefnilega með okkur sem munum VINSTRI STÓRSLYSIÐ hér á árum áður viljum ekki aftur þessa slysagildru sem er á næstu grösum....því miður er ég dauðhrædd um að það verði miiiiiikil andvökunótt að kosningadegi loknum því það er svo mikil tískusveifla að vera á vinstri grænum væng og í þeirra sem eru í umhverfishugleiðingum.  Það er í lagi að ganga vel um landið sitt en þvílíkt og annað eins að fara að kalla yfir sig vinstri stjórn er að eyðileggja það sem búið er að betrumbæta og búa vel í haginn fyrir komandi kynslóðir.  Staðan núna er eins og skurnlaust egg, viðkvæmt og má ekki við neinum VINSTRI ÁFÖLLUM.  Við sem munum brjálæðisverðbólguna, launahækkanirnar sem voru farnar úr launaumslaginu áður en við fengum útborgað og allt annað í þeim dúr.  Snarbrjálað ástand.......NEI OG AFTUR NEI TAKK.  Það sem ungt fólk þarf að átta sig á að það jafnvægi sem nú er kostaði að sjálfsögðu blóð svita og tár.........og það er nokkuð sem ég get ekki hugsað mér að mínir afleggjarar og aðrir af upprennandi kynslóð þurfi að standa frammi fyrir.  Komi vinstri stjórn að þá eigum við ekki um marga aðra kosti að ræða en að fara í Bónus og safna kössum og pakka niður og flytja af landi brott

Mikið vildi ég að þú skrifaðir á fleiri opinberum vettvangi - okkur vantar sárlega svona mælskan náunga sem er skoðanafastur.

Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er mjög þörf ábending hjá þér Pétur. Yngri kynslóðir Íslendinga hafa mjög takmarkaðan skilning og reynslu af því sem þú ert að benda á. Þeir sem fæddir eru 1977 voru unglingar þegar núverandi valdaskeið Sjálfstæðisflokksins hófst. Yngstu kjósendur landsins 12. maí n.k. voru þá með bleyju. Við því er að búast að um 50.000 kjósendur hafi aldrei tekið vinstri stjórnir út á eigin skinni.

Gústaf Níelsson, 17.4.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: halkatla

við grátbiðjum um vinstri stjórn, með stórslysum og öllu. Þið vitið ekkert hvernig okkur unga fólkinu líður eftir allar svívirðingarnar undanfarin ár...

en annars er ég ekkert að mótmæla því að þú og fleiri hafi aðra skoðun en ég. Bara að útskýra að það eru sárindi sem fylgja því að hafa nánast alist upp undir harðstjórn og bellibrögðum, siðspillingu og fleiru í boði Íhaldsins. Við bíðum þess aldrei bætur og allt er betra.

halkatla, 17.4.2007 kl. 19:31

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Kæra Anna Karen,

trúðu mér að sem fjölskyldumaður á þeim tíma þá þurfti ég að vinna á 3 stöðum, vakna kl. 5 að morgni og koma heim á milli 1 og 3 á morgnana, tími minn fór í að sofa þegar ég var heima og ég sá varla börnin mín, þá voru reyndar hvorki vaxtabætur, barnabætur né heldur fæðingarorlof, ég vil ekki sjá  ungt fólk í dag þurfa að fórna lífi og heilsu til þess að sjá sér farborða, vinstri flokkarnir eru ekki fjölskylduvænir og verða það aldrei hversu mikið sem þeir tala um gildi fjölskyldunnar, þetta er bara mín reynsla af þessu fólki.

Pétur Þór Jónsson, 17.4.2007 kl. 21:47

6 identicon

Pétur Þór....hef aldrei sofnað  Þú ert bestur

Gunna (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 03:20

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst kominnn tími til að þessi stjórn taki sér langt frí.

Svava frá Strandbergi , 18.4.2007 kl. 03:52

8 identicon

Ef stjórnin fer ekki frá núna þá taka nýju vatnslögin gildi í haust; væri það ekki slys? Fyrst kvótinn, þá sala bankanna og nú drykkjarvatnið... burt með þessa stjórn!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:34

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er nú ekki sanngjarnt að blanda sér í umræðu um óskyld mál á bloggsíðu Péturs ágæti Guðmundur G. en sannleikurinn er trúlega sá að almenningur á Íslandi hefur ámóta áhyggjur af nýjum vatnalögum og morðæðingjum í Írak. Getum við bara ekki kennt Bandaríkjamönnum um þetta vonda vatnalagafrumvarp? Þeir verða að slá einhvers staðar í gegn strákarnir og stelpurnar í Sf og Vg? Ekki satt?

Gústaf Níelsson, 19.4.2007 kl. 00:51

10 identicon

maður veltir nú fyrir sér hvernær þú hafði tíma og orku til að búa til blessuð börnin, vinnandi frá 5 að morgni til 3 morgunin eftir, og það árum saman. Þú hlýtur að vera læknisfræðilegt kraftaverk.

skh (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:25

11 identicon

maður veltir nú fyrir sér hvernær þú hafði tíma og orku til að búa til blessuð börnin, vinnandi frá 5 að morgni til 3 morgunin eftir, og það árum saman. Þú hlýtur að vera læknisfræðilegt kraftaverk.

skh (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband