Nói Siríus,nammi nammi namm.

Jæja góðir félagar, margt er orðið öðruvísi í barnaskólum frá því að ég var krakki, þá var bara skóli og heimalærdómur, í dag fór ég með 9 ára afastrák, Hjálmari Darra, í bekkjarferð í sælgætisgerð hjá Nóa Siríus, aldrei hefði ég ímyndað mér hversu mikið apparat þessi verksmiðja er, þarna er þvílíkur fjöldi fólks að búa til allt nammið sem við borðum og húsið fullt í rjáfur af konfekti, karamellum og bara öllu sem við getum látið okkur detta í hug, þarna tók á móti okkur öndvegis kona sem leiddi okkur um verksmiðjuna og auðvitað allir með bláar plasthúfur á höfðinu, áður en ferðin hófst fengu allir tóman plastpoka sem smáttog smátt fylltist af sælgæti eftir því sem ferðin um þetta fyrirtæki lengdist, þið hefðuð bara átt að sjá augu barnanna stækka og stækka eftir því sem ferðin lengdist, ég vil fyrir mína hönd og Hjálmars Darra þakka Nóa Siríus fyrir frábærar móttökur og þá gleði sem þessi ferð skóp í litlum sem stórum hjörtum, það mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gaman að heyra þetta ... mmmm, Nóa konfekt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Já Gurrí, þú hefðir átt að sjá allt konfektið sem var staflað á bretti í risastórum sal alla leið upp í loft og það er ekki lágt til lofts þarna.

Pétur Þór Jónsson, 15.3.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég get borðað upp úr heilum kílókassa af Nóa konfekti í einu það er svo gott.

Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband