Burt með skussana.

Mér finnst nú orðið svo komið með okkar ágæta Alþingi að þar þurfi stórra breytinga við, í fyrsta lagi þarf að hækka laun alþingismanna all verulega til þess að laða þangað hæft fólk,þarna situr stór hópur fólks sem aldrei hefur neitt að segja og eina sem þetta fólk gerir er að ýta á já eða nei hnappinn eftir því hvað forustan segir, ef þetta er ekki hægt þá skulum við bara fá einn góðann bissnissmann til þess að reka landið eins og gott fyrirtæki sem skilar arði og hætta að þessari skattpíningu sem viðgengst hér þó hún sé nú að fara minnkandi, horfum á bankana þeir eru að stórgræða, OG ÞAÐ EKKI Á KOSTNAÐ OKKAR, heldur útsjónarsemi stjórnenda á á fjármálamarkaðnum, víst mættu vextir vera lægri en vaxtamunurinn er EKKI það sem er að skila þessari góðu afkomu heldur er það útsjónarsemi og góð stjórnun, burt með flokkaskussana af þingi og það fyrr en seinna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bissnesmaður sem ætlar að skila ríki með hagnaði byrjar náttúrulega ekki á að lækka skatta því þá yrði engin hagnaður af ríkinu. Því að skattar eru einu tekjur ríkisins. Vaxtamunur er munurinn á því sem bankar borga okkur í vexti og það sem við borgum bönkununm í vexti. Háir vextir hér eru við almenningur borgar fyrir peninga til íbúðakaupa. Fyrirtæki borga mun lægri vexti því þau fá lánað erlendis. Hjá Kaupþing í Bretlandi eða Luxemburg. Það eru þessir háu vextir sem fólk er að mótmæla. Það munar dálítið á því að borga innan við 3% óverðtryggt erlent lán og svo 5% vexti í krónum + 7 í verðtryggingu.

Bara svona smá ábending.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband