Fjármagnstekjuskattur.

Ég velti fyrir mér málflutningi Steingríms Vinstri græna varðandi fjármagnstekjuskatt, við erum örugglega mýmörg sem höfum reynt að spara smáræði í gegnum tíðina og erum í dag að reyna að fá bestu ávöxtun þess fjár sem við höfum nurlað saman eftir að hafa greitt skattana okkar, vill hann núna skattleggja okkur aftur og láta okkur borga fullan skatt af þessu, hann segir jú að það séu margir sem eigi milljónir á miljónir ofan og þeir eigi að borga, en hvar eru mörkin, eg er sjálfur kominn á eftirlaun og greiði fullan skatt af því sem ég fæ úr mínum lífeyrissjóði og núna vill mannkertið fara að skattleggja enn frekar sparnað minn,  ég get ekki séð til hvaða hóps þessi maður er að höfða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karolina

Sammála um það, en finnst reyndar í lagi að þeir sem að lifa af eignum geti borgað útsvar til sveitafélags síns og í almenn gjöld, eins og t.d í gamalmennasjóði ( þú myndir nú aldeilis njóta góðs af því gamli minn)

Karolina , 6.2.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Karolina

Sammála um það, en finnst reyndar í lagi að þeir sem að lifa af eignum geti borgað útsvar til sveitafélags síns og í almenn gjöld, eins og t.d í gamalmennasjóði ( þú myndir nú aldeilis njóta góðs af því gamli minn)

Karolina , 6.2.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ekki á meðan borgaður er þrefaldur skattur af unnum launum.

Pétur Þór Jónsson, 6.2.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Karolina

Varstu að horfa á Grumpy old Men

Karolina , 6.2.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er bara innilega sammála þér, það er fáránlegt að refsa fólki sem aurar saman til efri ára, er ekki nóg að þjónustuíbúðir séu t.d. í hæsta verðflokki þótt engin sé þjónustan? Ég get orðið alveg rosalega pirruð yfir því hversu illa er farið með fólk um leið og það hættir að vinna.

Margir vestrænir fordæma múslima fyrir marga hluti ... en þeir eru ekkert smá hneykslaðir á því hvernig við förum með gamla fólkið ... sendum það t.d. á elliheimili í stað þess að endurgjalda því uppeldið og atlætið með því að hugsa um það til dauðadags! Urrrrrrrrrr!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:57

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Grumpy, sorry er svo tæpur að ég náði ekki jokinu.

Pétur Þór Jónsson, 6.2.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband