Framsóknarflokkurinn.

Ég velti því fyrir mér,  af hverju núna, þegar að Framsóknarflokkurinn hefur loksins eignast formann sem  talar af heibrigðri skynsemi  þá dettur fylgi flokksins niður, hef reyndar aldrei kosið flokkinn einfaldlega vegna þess að mér hefur ekki þótt síðustu formenn traustsins virði, þarna virðist vera kominn maður með víðtæka þekkingu á málefnum sem skipta þessa þjóð máli sem mér fannst koma berlega í ljós þegar þeir hittust í sjónvarpinu í gær, téður Jón og hinsvegar "ég er á móti öllu" Steingrímur, ég óska þessum nýja formanni alls hins besta í komandi átökum og vona að hann fái það fylgi sem þarf til þess að forða okkur öllum frá vinstri slysunum sem hafa verið heimilunum afar kostnaðarsöm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég hef heldur aldrei kosið Framsóknarflokkinn og geri það væntanlega seint. Hins vegar ber ég mikla virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni, afar mikla, og ber fyllsta traust til hans. Það traust má rekja allt til unglingsára, en við Jón vorum skólabræður í fjögur ár og samstúdentar vorið 1966. Hann var virtur leiðtogi - og jafnframt ábyrgur og skemmtilegur í senn - í félagsstarfi nemenda og síðasta árið gegndi hann virðulegasta embættinu á þeim vettvangi, þegar hann var forseti Framtíðarinnar.

Hlynur Þór Magnússon, 14.2.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hljómar ansi framsóknarlega þessi "á móti öllu" lumma, Pétur! Sammála Önnu Hildi, Steingrímur er flottur og með öllum góðum málum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.2.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ekki er ég Framsóknarmaður og mun sennilega aldrei verða, er ekkert leyndarmál að ég er eins heiðblár og himininn, en mér bara finnst Steingrímur hljóma eins og lúður sem enginn nær rétta tóninum úr og þessi fornaldarhugsunarháttur er til þess eins fallinn að draga þjóðina niður á svo lágt plan að mér verður hugsað til moldarkofa.

Pétur Þór Jónsson, 15.2.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband