15.2.2007 | 00:16
Gleðigjafar.
Mikið óskaplega finnst mér gaman þegar gamlir vinir dúkka hér upp og nenna að eiga við mig orðaskipti, ekki datt mér í hug, illa pennafærum manninum, að það gæti hent, verð augljóslega að vera duglegri að missa eitthvað á blað annað en gagnrýni á það sem mér finnst miður fara og horfa á góðu hliðarnar og geta þeirra líka, hef sennilega hagað mér hér á eftirfarandi hátt
Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn
finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Athugasemdir
Af hverju skyldu salir alþingis hafa birst fyrir hugskotsjónum mínum við lestur þessarar vísu??
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 00:24
Svarið er einfalt VG.
Pétur Þór Jónsson, 15.2.2007 kl. 00:31
Góður
Karolina , 15.2.2007 kl. 13:00
Flott! En eftir hvern er þessi vísa annars.
Svava frá Strandbergi , 16.2.2007 kl. 00:42
Þessa vísu lærði ég fyrir löngu síðan, sennilega bara sem strákpjakkur í sveitinni, veit ekki ekki eftir hvern hún er en finnst hún segja mikið í fáum orðum.
Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.