16.2.2007 | 19:02
"okurvextir" bankanna.
Þessa dagana á sér stað skæruhernaður í þjóðfélaginu vegna vaxtatekna bankanna, það sem hér um ræðir eru vextir af yfirdráttarheimildum og kreditkortum, hefur fólk virkilega ekki gert sér grein fyrir því að það er að greiða vexti af peninum sem það er ekki búið að afla, þessar skuldir eru til komnar af neyslugræðgi og kapphlaupi við Jón í næsta húsi, ég er sjálfur eftirlaunaþegi og hef sniðið mer stakk eftir vexti, lifi góðu lífi af því sem ég hef og get látið nánast allt eftir mér án þess að vera með yfirdrátt og kreditkort, bý í eigin húsnæði, á góðan bíl og lítið afdrep í sveitinni, var aldrei hálaunamaður eða hlutabréfaeigandi, þegar ég vildi eignast eitthvað þá var bara fundin smá aukavinna og hlutirnir komu bara hægt og rólega, það sem þarf fyrst að laga hérna á klakanum er hugsunarháttur fólks, að skilja að þú gleypir ekki heiminn í einum bita, hér eins og annarsstaðar ef þú vilt eignast eitthvað verðurðu að leggja svolítið á þig, á eftir kemur gleðin yfir því að hafa eignast eitthvað og átt það fyrir eigin dugnað og situr ekki uppi með vaxtagjöld af því þú nenntir ekki að hafa svolítið fyrir hlutunum, svo eru Samfylkingarþingmenn að skjóta föstum skotum á bankana og gera þá að blórabögglum neysluæðis fólks sem kann ekki fótum sínum forráð.
Athugasemdir
Flest, en alls ekki allt ungt fólk, á tímabundið athvarf hjá foreldrum, það er síðan foreldra og barna, ef atvik haga því þannig, að hjálpast að og leysa málin, enn ég bara ítreka að ekkert hefst án vinnu og með því ætti fólk að bera virðingu fyrir því sem það eignast á lífsleiðinni og geta svo litið til baka og hugsað með stolti "ég gerði þetta".
Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 19:34
Mér fannst reyndar gott að geta gripið til Visa-kortsins þegar illa stóð á hjá mér í denn, ef ég átti ekki fyrir mat og ekki séns að fara í þriðju aukavinnuna ... En sem betur fer stóð það ekki í mörg ár, ömurlegt að þurfa að rúlla hlutunum á undan sér ... Þegar ég gekk í greiðsluþjónustu bankans míns náði ég í skottið á mér aftur. Verst var að t.d. heimilistryggingin var á gjalddaga í desember og ekki hægt skipta greiðslunni. Núna borga ég alltaf sömu upphæðina og bankinn sér um að þegar háu topparnir koma! Ég lifði sko ekki um efni fram! Var bara á lágum launum og að rembast við að leigja og síðan kaupa íbúð.
Finnst verst að Stöð 2 heimtar að fá greiðsluna frá mér í gegnum kortið, annars væri það yfirleitt á núlli! Greiðslukort eru stórhættuleg þangað til maður fattar að það kemur alltaf að gjalddaganum!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:00
Það var nú þannig í den að ég var í vinnunni og var í 2 aukajobbum, en þá var maður líka ungur og ferskur, en núna er maður líka "ungur" og ferskur, þetta er bara spurning um hvað við viljum leggja á okkur til þess að eignast eitthvað án þess að borga bankavexti
Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 21:24
Góður pistill Pétur.
Svava frá Strandbergi , 16.2.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.