Íþróttafréttamenn og orðhengilsháttur.

Með aldrinum verður maður forn í skapi og getur látið allan fjandann fara í pirrurnar á sér, ég hef núna í alllangan tíma furðað mig á því hvað íþróttafréttamenn, þjálfarar og leikmenn hafa starað á Guðjón Þórðarson með stjörnur í augunum og lapið upp bullið sem frá honum kemur, ég vil nefna dæmi, "leikur á miðsvæðinu" hefur síðan ég sparkaði í bolta verið miðjumaður og leikið á miðjunni, "varnarvinna" toppar nú allt, menn leika varnarleik, svo koma vitringarnir í sjónvarpinu og segja þegar markvörður ver vítaspyrnu "hann lét markvörðinn verja", hver tekur víti til þess að láta verja það og segja svo að skotmaðurinn hafi brennt af, að brenna af hefur alltaf verið notað um leikmann sem er í góðu færi og hittir ekki markið, ég hef eins og fjölmargir aðrir forðast að horfa á leiki þar sem íslensku lýsendurnir eru og horfi frekar á leikina þar sem ensku þulirnir eru, og svo toppar það tilveruna að eiga eftir að upplifa það að Arnar og Þorsteinn hjá 365 eigi að lýsa enska boltanum næsta keppnistímabil það er nú nóg að þurfa að hafa þá í Meistaradeildinni og enska bikarnum, góði Guð taktu þennan beiska kaleik frá mér.

Nýtt júkkabrot eða hvað

Finnst ykkur ekki eins og mér að þegar sá pólski setti hnéð í lærið á Guðjóni að þarna væri algjör ásetningur eins og þegar júkkarnir á sínum tíma tóku um hælinn á hornamanni sem var að fara inn og  gefur beint rautt spjald, mér er ekki tamt að gagnrýna dómara en fannst þetta nú fullmikið af því góða en þetta er víst hluti af leiknum, en helvíti er ég súr með þetta, við tökum bara næsta leik, við erum lítil þjóð en gefumst aldrei upp, ÁFRAM ÍSLAND.


Burt með skussana.

Mér finnst nú orðið svo komið með okkar ágæta Alþingi að þar þurfi stórra breytinga við, í fyrsta lagi þarf að hækka laun alþingismanna all verulega til þess að laða þangað hæft fólk,þarna situr stór hópur fólks sem aldrei hefur neitt að segja og eina sem þetta fólk gerir er að ýta á já eða nei hnappinn eftir því hvað forustan segir, ef þetta er ekki hægt þá skulum við bara fá einn góðann bissnissmann til þess að reka landið eins og gott fyrirtæki sem skilar arði og hætta að þessari skattpíningu sem viðgengst hér þó hún sé nú að fara minnkandi, horfum á bankana þeir eru að stórgræða, OG ÞAÐ EKKI Á KOSTNAÐ OKKAR, heldur útsjónarsemi stjórnenda á á fjármálamarkaðnum, víst mættu vextir vera lægri en vaxtamunurinn er EKKI það sem er að skila þessari góðu afkomu heldur er það útsjónarsemi og góð stjórnun, burt með flokkaskussana af þingi og það fyrr en seinna.  

Ríkisútvarpið burt.

Er ekki orðið tímabært að við losum okkur alfarið við Ríkisútvarpið, þessi þjóðarskömm er rekin með nokkurra milljarða halla þrátt fyrir nauðungaráskrift og að ekki sé talað um dagskrána sem er svo leiðinleg að fæstir nenna að horfa á þetta, ég get ekki séð að RÚV gegni nokkru öryggishlutverki þergar svo er komið að enginn nennir að horfa á  hörmungina, ég segi burt með þessa blóðsugu á líkama þjóðarinnar.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband