Íþróttafréttamenn og orðhengilsháttur.

Með aldrinum verður maður forn í skapi og getur látið allan fjandann fara í pirrurnar á sér, ég hef núna í alllangan tíma furðað mig á því hvað íþróttafréttamenn, þjálfarar og leikmenn hafa starað á Guðjón Þórðarson með stjörnur í augunum og lapið upp bullið sem frá honum kemur, ég vil nefna dæmi, "leikur á miðsvæðinu" hefur síðan ég sparkaði í bolta verið miðjumaður og leikið á miðjunni, "varnarvinna" toppar nú allt, menn leika varnarleik, svo koma vitringarnir í sjónvarpinu og segja þegar markvörður ver vítaspyrnu "hann lét markvörðinn verja", hver tekur víti til þess að láta verja það og segja svo að skotmaðurinn hafi brennt af, að brenna af hefur alltaf verið notað um leikmann sem er í góðu færi og hittir ekki markið, ég hef eins og fjölmargir aðrir forðast að horfa á leiki þar sem íslensku lýsendurnir eru og horfi frekar á leikina þar sem ensku þulirnir eru, og svo toppar það tilveruna að eiga eftir að upplifa það að Arnar og Þorsteinn hjá 365 eigi að lýsa enska boltanum næsta keppnistímabil það er nú nóg að þurfa að hafa þá í Meistaradeildinni og enska bikarnum, góði Guð taktu þennan beiska kaleik frá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér um bullið í íþróttafréttamönum, sem lýsa leikjum í sjónvarpi. Þar af nógu að taka og væri efni í langa grein. Þakka þér fyrir að byrja á að ræða þetta. Ég tók eftir einu ha þér sem vil spyrja þig nánar um. Hvaða íþrótt er það sem þú nefnir "enska boltann." ? Ég þekki enga íþrótt, sem heitir "bolti". Ég veit að vísu hvað þú átt við, en þetta orðskrípi er komið inní málið og menn tala um enskan, þýskan bolta o.s. frv. Eigum við ekki að kalla íþróttina því nafni sem hún heitir, knattspyrna eða fótbolti?

Helgi Daníelsson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 22:14

2 identicon

Hver nennir að hlusta á Þorstein J  lýsa fótbolta, er hann ekki aðallega í ljóðalestri ?

karolina (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 20:50

3 identicon

I shut your face Winnie !!!!

Örn Einarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband