5.2.2007 | 10:24
Nýr dagur.
Jæja góðir hálsar þá er enn og aftur kominn mánudagur, vona að þið hafið átt góða helgi eins og ég, eyddi helginni á þeim góða stað Grundarfirði hjá dóttur minni og kem endurnærður á sálinni heim aftur, það var fjandi mikil hálka á leiðinni heim og léttur skafrenningur en mér til undrunar voru þó nokkuð margir sem óku eins og um sumardag væri að ræða og voru vel á seinna hundraðinu, mér er til furðu að ekki voru fréttir af neinum stórum óhöppum, kannski er ég bara orðinn svona gamall að ég ek ekki eins og "vitleysingur", hvað finnst ykkur um hugmyndina um nýja hálendisveginn, erum við tilbúin að borga 2000 kall fyrir 47 kílómetra, þetta er u.þ.b. 30 mínútna akstur, berum þetta saman við bensínverðið og hvað við eyðum mörgum krónum á 47 kílómetra akstri.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Hæ hæ pabbi minn og takk innilega fyrir komuna um helgina þetta var mjög gaman þó að ég hafi reyndar ekki unnið í Trivial þá vannst þú ekki heldur þar sem við hættum áður en spilið var búið hehehe er það ekki annars??
Arna Hildur (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:38
Mikið var flott hjá þér að aka varlega. Það er ekki merki um að vera góður bílstjóri að komast lifandi út úr glannaakstri ... við róumst með tímanum og förum að hugsa: Been there, done that! Það heitir víst þroski ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 17:02
Það er aldrei of varlega farið! Kveðjur til þín afi!
www.zordis.com, 5.2.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.