Þróunarsamvinna.

Það vakti athygli að ráðherra ætlar að innlima atvinnuskjól Sighvats Björgvinssonar í ráðuneytið, þarna er um að ræða vinnustað með u.þ.b. 40 starfsmönnum, í fréttum í gærkvöldi var rætt við téðan Sighvat sem var staddur í Malaví, nánar til tekið Monkey Bay, hann hefur sennilega farið þangað til þess að kenna innfæddum eitthvað nýtt og sjálfsagt flogið á Saga Class og á fullum dagpeningum, ég velti því fyrir mér hvort að ekki sé til fullt af allskonar stofnunum sem þessari þar sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir úrelta sjórnmálamenn, réttast væri að þetta yrði kannað og athugað hvað af þessu ráðuneytin eða aðrar stofnanir geta yfirtekið, þarna sparast augljóslega stórfé sem sannarlega væri þörf fyrir annarsstaðar í þjóðfélaginu og svo gætum við bara keypt "one way ticket" til Apaflóa eða Monkey Bay fyrir þesa stjórnmálamenn sem hinn almenni kjósandi hefur hafnað en Alþingi hefur séð ástæðu til að hlaða undir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Ertu kominn með pólitíska verki, karl minn.  Ég þekki ekkert  til stjórnunar þessara þróunarverkefna eða hvort einhver óráðsía hefur verið þar í gangi, en veit þó að verkefnin hafa skilað miklu til fólksins í Malaví og fleiri landa sem við veitum þróunaraðstoð.   Sagaklass og dagpeningar (ef það er raunin) eru smáaurar ef miðað er við eftirlaunagreiðslur sumra - sem betur væru komnir í þegnskylduvinnu á Monkey Bay.  Svo verðum við líka send þangað í fyllingu tímans, þar  sem Framkvæmdasjóður aldraðra, sem átti að sjá okkur fyrir elliheimilisplássi, var notaður í allslags gæluverkefni, s.s. eitthvert óþekkt tölvufyrirtæki, tónlistarstyrki og kynningarbækling fyrir ráðherra.  Hins vegar finnst mér bara fyndið að hugsa mér Sighvat, á stuttbuxum, þarna suðurfrá...  

Jónína Hjaltadóttir, 10.3.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Auðvitað höfum við hjálpað til þarna en ég get ekki séð hvaða reynslu Sighvatur hefur fram að færa, ekkert gerði hann hérna nema að vera krati.

Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Það er þess vegna sem þetta er bara fyndið........

Jónína Hjaltadóttir, 10.3.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Jónína Hjaltadóttir

Ferðast ekki allir sendiherrar á Saga Class?  

Jónína Hjaltadóttir, 10.3.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Fer nokkur opinber starfsmaður öðruvísi..........

Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband