Nýr dagur.

Jæja góðir hálsar þá er enn og aftur kominn mánudagur, vona að þið hafið átt góða helgi eins og ég, eyddi helginni á þeim góða stað Grundarfirði hjá dóttur minni og kem endurnærður á sálinni heim aftur, það var fjandi mikil hálka á leiðinni heim og léttur skafrenningur en mér til undrunar voru þó nokkuð margir sem óku eins og um sumardag væri að ræða og voru vel á seinna hundraðinu, mér er til furðu að ekki voru fréttir af neinum stórum óhöppum, kannski er ég bara orðinn svona gamall að ég ek ekki eins og "vitleysingur", hvað finnst ykkur um hugmyndina um nýja hálendisveginn, erum við tilbúin að borga 2000 kall fyrir 47 kílómetra, þetta er u.þ.b. 30 mínútna akstur, berum þetta saman við bensínverðið og hvað við eyðum mörgum krónum á 47 kílómetra akstri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ pabbi minn og takk innilega fyrir komuna um helgina þetta var mjög gaman þó að ég hafi reyndar ekki unnið í Trivial þá vannst þú ekki heldur þar sem við hættum áður en spilið var búið hehehe er það ekki annars??

Arna Hildur (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið var flott hjá þér að aka varlega. Það er ekki merki um að vera góður bílstjóri að komast lifandi út úr glannaakstri ... við róumst með tímanum og förum að hugsa: Been there, done that! Það heitir víst þroski ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er aldrei of varlega farið!  Kveðjur til þín afi! 

www.zordis.com, 5.2.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband