Að loknum fréttum.

Í fréttunum í kvöld var rætt um fjárfestingarnar í Bláfjöllum og hversu lítil notkunin er að verða núna frá ári til árs, er ekki hægt með litlum tilkostnaði að gera skemmtilegar gönguleiðir þarna uppfrá og nota tækin til þess að koma fólki þarna upp í fjöllin yfir sumarmánuðina, hugsið ykkur það útsýnið sem er þana á fallegum sumardegi.

Klámkonan í fréttunum.

Eg hefði gaman af því að heyra frá ykkur comment á viðtalið sem var í fréttunum í kvöld við konu sem virðist vera í fyrirsvari fyrir þennan hóp sem er að koma til landsins.

Evróvisjón og ellismellurinn.

Haldið þið ekki að sá gamli hafi sest niður og horft á söngvakeppnina með bjórglas í hönd og bros á vör skemmti ég mér konunglega, þarna voru bara hin ágætustu lög, en eitt rek ég mig á sem var sérlega áberandi í fyrsta laginu, þetta hefst með rokna stuði og barðar tunnur, virkilega gott "sánd" en við dettum alltaf í þá gryfju að hægja á og róa þetta niður, ég hefði viljað hafa þennan töff hljóm allt lagið í gegn, þannig að núna er það Heiða eða Eiríkur hjá mér, verst að geta ekki kosið bæði, annars óska ég þeim öllum til hamingju þetta var virkilega gott hjá þeim og gaman til þess að vita að við skulum eiga svona mikið af ungu hæfileikaríku fólki.

Myndirnar hennar Svövu.

Ég er einn af mörgum hér á landi sem hef aldrei getað teiknað mynd, var að vísu þokkalegur með litabækur í gamla daga og fór ekki mikið útfyrir línurnar, en ég verð að segja ykkur frá Bloggvini sem ég eignaðist hérna inni, þetta er Guðný Svava Strandberg, eða ipanama eins og hún kýs að kalla sig hérna, á síðunni hennar er myndir sem hún hefur unnið af mikilli nærgætni og þokka, sjálfur á ég nokkra striga á veggjunum hjá mér sem mér finnst að lifni við ef ég horfi á þá, nefni Sverri Haraldsson Hulduhólamálarann og Jóhannes Geir, ég hef aðeins séð myndirnar hennar hér á Blogginu en þær eru lifandi og litasamsetning þeirra er ótrúleg, skora á ykkur að líta á þessa sýningu, þið verðið hissa.


Klámliðið.

Það er nú sennilega að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig um þetta klámdæmi sem virðist vera að setja stórann hluta þjóðarinnar á annan endann, hvað í ósköpunum er að því að þetta fólk sem vinnur svona fyrir sínu daglega brauði á þennan hátt heimsæki Ísland í 3 eða 4 daga, haldið þið að þetta lið gjörspilli æsku landsins, munu hjónaskilnaðir aukast hvað er málið, þetta fólk hefur kosið að vinna svona fyrir sínu lífsviðurværi og verði því bara að góðu, þessi "bransi" er alveg jafn niðurlægjandi fyrir karla eins og konur, leyfið þessu liði að vera hérna í friði og vonum bara að það eyði sem mestum peningum hérna, er ekki alltaf verið að tala um að Ísland þurfi erlenda gesti að vetrarlagi til þess að halda hótelunum og veitingastöðunum gangandi og skiptir þá máli hvað þetta fólk gerir heima hjá sér og það í annari heimsálfu, get a life.

"okurvextir" bankanna.

Þessa dagana á sér stað skæruhernaður í þjóðfélaginu vegna vaxtatekna bankanna, það sem hér um ræðir eru vextir af yfirdráttarheimildum og kreditkortum, hefur fólk virkilega ekki gert sér grein fyrir því að það er að greiða vexti af peninum sem það er ekki búið að afla, þessar skuldir eru til komnar af neyslugræðgi og kapphlaupi við Jón í næsta húsi, ég er sjálfur eftirlaunaþegi og hef sniðið mer stakk eftir vexti, lifi góðu lífi af því sem ég hef og get látið nánast allt eftir mér án þess að vera með yfirdrátt og kreditkort, bý í eigin húsnæði, á góðan bíl og lítið afdrep í sveitinni, var aldrei hálaunamaður eða hlutabréfaeigandi, þegar ég vildi eignast eitthvað þá var bara fundin smá aukavinna og hlutirnir komu bara hægt og rólega, það sem þarf fyrst að laga hérna á klakanum er hugsunarháttur fólks, að skilja að þú gleypir ekki heiminn í einum bita, hér eins og annarsstaðar ef þú vilt eignast eitthvað verðurðu að leggja svolítið á þig, á eftir kemur gleðin yfir því að hafa eignast eitthvað og átt það fyrir eigin dugnað og situr ekki uppi með vaxtagjöld af því þú nenntir ekki að hafa svolítið fyrir hlutunum, svo eru Samfylkingarþingmenn að skjóta föstum skotum á bankana og gera þá að blórabögglum neysluæðis fólks sem kann ekki fótum sínum forráð.

Gleðigjafar.

Mikið óskaplega finnst mér gaman þegar gamlir vinir dúkka hér upp og nenna að eiga við mig orðaskipti, ekki datt mér í hug, illa pennafærum manninum, að það gæti hent, verð augljóslega að vera duglegri að missa eitthvað á blað annað en gagnrýni á það sem mér finnst miður fara og horfa á góðu hliðarnar og geta þeirra líka, hef sennilega hagað mér hér á eftirfarandi hátt

Lastaranum líkar ei neitt

lætur hann ganga róginn

finni hann laufblað fölnað eitt

þá fordæmir hann skóginn.

 


Framsóknarflokkurinn.

Ég velti því fyrir mér,  af hverju núna, þegar að Framsóknarflokkurinn hefur loksins eignast formann sem  talar af heibrigðri skynsemi  þá dettur fylgi flokksins niður, hef reyndar aldrei kosið flokkinn einfaldlega vegna þess að mér hefur ekki þótt síðustu formenn traustsins virði, þarna virðist vera kominn maður með víðtæka þekkingu á málefnum sem skipta þessa þjóð máli sem mér fannst koma berlega í ljós þegar þeir hittust í sjónvarpinu í gær, téður Jón og hinsvegar "ég er á móti öllu" Steingrímur, ég óska þessum nýja formanni alls hins besta í komandi átökum og vona að hann fái það fylgi sem þarf til þess að forða okkur öllum frá vinstri slysunum sem hafa verið heimilunum afar kostnaðarsöm.

Fjármagnstekjuskattur.

Ég velti fyrir mér málflutningi Steingríms Vinstri græna varðandi fjármagnstekjuskatt, við erum örugglega mýmörg sem höfum reynt að spara smáræði í gegnum tíðina og erum í dag að reyna að fá bestu ávöxtun þess fjár sem við höfum nurlað saman eftir að hafa greitt skattana okkar, vill hann núna skattleggja okkur aftur og láta okkur borga fullan skatt af þessu, hann segir jú að það séu margir sem eigi milljónir á miljónir ofan og þeir eigi að borga, en hvar eru mörkin, eg er sjálfur kominn á eftirlaun og greiði fullan skatt af því sem ég fæ úr mínum lífeyrissjóði og núna vill mannkertið fara að skattleggja enn frekar sparnað minn,  ég get ekki séð til hvaða hóps þessi maður er að höfða.

Nýr dagur.

Jæja góðir hálsar þá er enn og aftur kominn mánudagur, vona að þið hafið átt góða helgi eins og ég, eyddi helginni á þeim góða stað Grundarfirði hjá dóttur minni og kem endurnærður á sálinni heim aftur, það var fjandi mikil hálka á leiðinni heim og léttur skafrenningur en mér til undrunar voru þó nokkuð margir sem óku eins og um sumardag væri að ræða og voru vel á seinna hundraðinu, mér er til furðu að ekki voru fréttir af neinum stórum óhöppum, kannski er ég bara orðinn svona gamall að ég ek ekki eins og "vitleysingur", hvað finnst ykkur um hugmyndina um nýja hálendisveginn, erum við tilbúin að borga 2000 kall fyrir 47 kílómetra, þetta er u.þ.b. 30 mínútna akstur, berum þetta saman við bensínverðið og hvað við eyðum mörgum krónum á 47 kílómetra akstri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband