Færsluflokkur: Bloggar

Lélegur sjónvarpsmaður.

Ég var að enda við að horfa á leik Man. Utd. og Liverpool sem auðvitað endaði eins og allir vissu fyrirfram, annar lýsandi leiksins mun heita Tryggvi Guðmundsson og var svo áberandi stuðningsmaður Liverpool að það var skelfilegt að hlusta á þetta, menn sem eru að taka svona að sér VERÐA að gæta fyllsta hlutleysis, hann var jafnvel verri en þegar mannvitsbrekkan Arnar Björnsson var að lýsa leikjum Leeds í þá tíð að þeir voru knattspyrnulið,

GO UNITED.


Kominn föstudagur.

Jæja kæru félagar, föstudagur og helgin framundan, Guðmundur farinn á stefnumót, þokkalegt að tarna, er nokkuð annað að gera en að feta í fótspor Guðmundar og kíkja á pöbb eða tvo eða þrjá o.s.frv., Svava er væntanlega eins og ég búin að skúra og ryksuga, he he, og þið líka, klukkan er orðin 5,33 sem þýðir að fyrir 33 mínútum hófst hinn hefðbundni coctail hour, það segir að ég er orðinn góðum hálftíma of seinn og ætla þá bara að fara að vinna í töpuðum tíma, óska ykkur elskurnar góðrar helgar og gerið þið allt sem ég geri þá verður sálartötrið ánægt.

Spurningaþættir í sjónvarpi.

Ég var að enda við að horfa á þáttinn Meistarinn, svona þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en á þeim finnst mér einn galli, þ.e. þáttastjórnandi ber upp spurningu og svarandi ýtir á bjölluna áður en spurning er kláruð þá má viðkomandi svarandi halda mikla ræðu sem inniheldur allt að 10 til 15 svör og ef hann í þessari ræðu rambar á rétt svar þá fær hann stigið eða stigin, væri ekki réttara að annaðhvort fengi spyrillinn að klára spurninguna eða svarandinn fengi bara að gefa eitt svar sem hann byggir sjálfur á ósögðu framhaldi spurningarinnar þetta á bæði við um þennan þátt og spurningakeppni skólanna, hvað finnst ykkur.

Tvískinnungurinn Steingrímur vinstri græni.

Það vakti athygli mína í fréttum Stöðvar 2 að mesti kjaftaskur frá stofnun lýðveldisins Íslands Steingrímur Jóhann Sigfússon varð gerður að fífli á Alþingi í dag og varð gjörsamlega kjaftstopp, sem í sjálfu sér er í lagi, hann var ekki einu sinni maður til þess að viðurkenna að hann bullar bara eftir því hvernig vindar blása hverju sinni í þjóðfélaginu sjálfum sér og sínum til framdráttar, ég ætla bara að vona að það fólk sem er að velta því fyrir sér að kjósa svona tækifærissinna hafi séð þetta og heyrt og séð hvaða mann hann hefur að geyma, og svo var það stóri brandarinn að það var Framsóknarmaður sem benti á þetta, þarna sparkaði fjandinn í ömmu sína.

En gaman..........

Jæja góðir hálsar núna er kominn fimmtudagur sem er dagur einbúans í tiltektum, það liggja núna fimm þvottavélar og ein í gangi, hvernig í veröldinni fer einn maður að því að safna svona miklum þvotti á svona stuttum tíma, látum nú svosem helv..... þvottinn í friði, vélarnar sjá um hann en hugsið ykkur allt andsko... rykið sem er úti um allt, það er ekkert eins leiðinlegt og að ryksuga og þurrka af, ég HATA þann sem fann upp rykið, ætla bráðum ð verðauna mig og fyrstu verðlaun, sem ég auðvitað fæ, eru einn ískaldur bjór, mér þykir ákaflega vænt um manninn eða konuna sem fann upp bjórinn, en það þarf víst að skúra líka, er þetta endalaus fjandi.

Góði Guð veru oss lötum líknsamur.


Erum við ekki í lagi.

Hvar erum við stödd í lífinu, er þetta toppur tilverunnar að sitja heima allar helgar og lesa eða að horfa á sjónvarpið, hvar er tilbreytingin, fara í heimsókn ef einhver er heima, eða bara blogga og vona að einhver nenni að lesa það sem við erum að skrifa eða á maður að standa upp og segja "get a life", erum við kannski að gera það sem okkur líður best með eða er eitthvað hinu megin við hornið, verðum víst að kíkja fyrir hornið og kanna þetta.

Manchester United.

Enn og aftur er þetta besta félagslið allra tíma að gefa okkur ómælda skemmtun, tökum daginn í dag, þeir héldu okkur í spennu fram á síðustu mínútu,  þá tók einn þeirra sig til og lék boltanum frá eigin vallarhelmingi og skoraði sigurmark leiksins, þetta er svo auðvelt og liðið er svo gott að allir öfunda okkur, það verður gaman að fara á Anfield og leika sér að Liverpool og skjótast svo á Stamford Bridge og klára Chelsea, alltaf beeeeeeestir.

Að loknum fréttum.

Í fréttunum í kvöld var rætt um fjárfestingarnar í Bláfjöllum og hversu lítil notkunin er að verða núna frá ári til árs, er ekki hægt með litlum tilkostnaði að gera skemmtilegar gönguleiðir þarna uppfrá og nota tækin til þess að koma fólki þarna upp í fjöllin yfir sumarmánuðina, hugsið ykkur það útsýnið sem er þana á fallegum sumardegi.

Klámkonan í fréttunum.

Eg hefði gaman af því að heyra frá ykkur comment á viðtalið sem var í fréttunum í kvöld við konu sem virðist vera í fyrirsvari fyrir þennan hóp sem er að koma til landsins.

Evróvisjón og ellismellurinn.

Haldið þið ekki að sá gamli hafi sest niður og horft á söngvakeppnina með bjórglas í hönd og bros á vör skemmti ég mér konunglega, þarna voru bara hin ágætustu lög, en eitt rek ég mig á sem var sérlega áberandi í fyrsta laginu, þetta hefst með rokna stuði og barðar tunnur, virkilega gott "sánd" en við dettum alltaf í þá gryfju að hægja á og róa þetta niður, ég hefði viljað hafa þennan töff hljóm allt lagið í gegn, þannig að núna er það Heiða eða Eiríkur hjá mér, verst að geta ekki kosið bæði, annars óska ég þeim öllum til hamingju þetta var virkilega gott hjá þeim og gaman til þess að vita að við skulum eiga svona mikið af ungu hæfileikaríku fólki.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Þór Jónsson
Pétur Þór Jónsson

Tónlistarspilari

Creedence Clearwater Revival - The Midnight Special
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband